ebook img

FORMÁLI Fljótlega eftir að ég hóf nám við lagadeild Háskóla Ísland haustið 2008 fór ég að velta ... PDF

139 Pages·2013·1.31 MB·Swedish
Save to my drive
Quick download
Download
Most books are stored in the elastic cloud where traffic is expensive. For this reason, we have a limit on daily download.

Preview FORMÁLI Fljótlega eftir að ég hóf nám við lagadeild Háskóla Ísland haustið 2008 fór ég að velta ...

FORMÁLI Fljótlega eftir að ég hóf nám við lagadeild Háskóla Ísland haustið 2008 fór ég að velta vöngum yfir hinum ýmsu álitaefnum er varða hinn fræðilega grundvöll lögfræðinnar. Slíkar vangaveltur hófust í raun fyrr, í starfi mínu hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Er mér einkar minnisstætt svar eins samstarfsfélaga míns á einni kvöldvaktinni, við spurningu minni af hverju fólk ætti eiginlega að fylgja lögum. Svaraði hann um hæl, „Nú því annars handtökum við það!“. Þrátt fyrir góða útskýringu var ég viss um að eitthvað meira hlyti að liggja að baki enda útskýrir slík valdbeiting eingöngu gildi laga þegar vaskir handhafar framkvæmdavalds eru nærri til að gæta að óvarfærum skrefum borgaranna. Þegar leið mín lá loks í Lögberg taldi ég fyrir víst að nú fengi ég öllum mínum spurningum svarað. Mér varð aftur á móti fljótt ljóst af tímasetu í almennri lögfræði að vangaveltur mínar væru eingöngu rétt að hefjast og fljótt fjölgaði spurningunum. Í þeirri von um að svala þorsta mínum í fróðleik og í leit að svörum ákvað ég að skrá mig í námskeiðið réttarheimspeki vorið 2011, fyrstu námsönnina í mastersnámi. Námskeiðið var sem ferskur blær eftir þéttan reglulestur síðastliðinna þriggja ára. Fljótlega áttaði ég mig á því, eftir að hafa hugsað um viðurkenningarreglur Harts og gagnrýni hans á speki fyrrum samstarfsfélaga míns í nær tvær vikur, að ég vildi skrifa meistararitgerð á sviði réttarheimspeki. Stuttu eftir að námskeiðinu lauk fór ég á fund Hafsteins Þórs Haukssonar þar sem við ákváðum í sameiningu að ég myndi skrifa meistararitgerð á sviði réttarheimspeki með hann sem leiðbeinanda. Haustið 2012 hóf ég rannsókn á hugmynd nokkurri sem kölluð er lagahyggja og sem fram kom í rannsóknarskýrslunni svokallaðri, í þeirri von að afla svara við einhverjum þeirra spurninga sem sótt höfðu á mig. Er það von mín að afrakstur þeirrar rannsóknar svari einhverjum af þeim spurningum sem varða viðfangsefnið, tengsl laga og siðferðis. Ég vil þakka unnustu minni Helgu Theodóru Jónasdóttur fyrir allan þann stuðning, ást og alúð sem hún hefur veitt mér á meðan skrifum stóð. Auk þess vil ég þakka Bergljótu Líndal fyrir að lesa yfir ritgerðina og Bergljótu Gyðu Guðmundsdóttur fyrir góð ráð og yfirlestur. Margir aðrir eiga þökk skilið fyrir stuðning og aðstoð svo sem foreldrar mínir og systkini. Að lokum vil ég þakka leiðbeinanda mínum Hafsteini Þór Hauksyni fyrir góð ráð og skemmtilegar umræður um efni ritgerðarinnar. Reykjavík 3. september 2013 Daði Heiðar Kristinsson 1 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur ................................................................................................................................ 5 1.1 Almennt um ritgerðina ..................................................................................................... 5 1.2 Hvað er lagahyggja? ......................................................................................................... 7 1.2.1 Stofnun rannsóknarnefndar Alþingis ......................................................................... 7 1.2.2 Lagahyggja í siðferðishluta rannsóknarskýrslu Alþingis .......................................... 8 1.2.3 Lagahyggja í öðrum opinberum skýrslum .............................................................. 14 1.2.4 Viðbrögð við rannsóknarskýrslunni ........................................................................ 15 1.3 Niðurstöður ..................................................................................................................... 19 2 Lög og siðferði í kenningum um réttarheimspeki og dómstörf ............................................. 20 2.1 Inngangur ....................................................................................................................... 20 2.2 Almennt um siðfræði, siðferði og siðferðilega hugsun .................................................. 22 2.3 Stefnur innan réttarheimspeki sem varða siðferði sem réttarheimild ............................. 23 2.3.1 Inngangur ................................................................................................................ 23 2.3.2 Náttúruréttur ............................................................................................................ 24 2.3.2.1 Almennt um náttúrurétt ........................................................................................ 24 2.3.2.2 Kenningar sem grundvallast á staðreyndum um eðli mannsins og náttúru .......... 25 2.3.2.3 Kenningar sem grundvallast á tilvist æðri veru .................................................... 27 2.3.2.4 Kenningar sem grundvallast á samfélagssáttmála ................................................ 35 2.3.3 Vildarréttur .............................................................................................................. 38 2.3.3.1 Almennt um vildarrétt .......................................................................................... 38 2.3.3.2 Mjúkar vildarréttarkenningar ............................................................................... 40 2.3.3.3 Harðar vildarréttarkenningar ................................................................................ 46 2.3.4 Lög sem túlkun ........................................................................................................ 49 2.4 Stefnur um dómstörf sem varða siðferði sem lögskýringarsjónarmið ........................... 54 2.4.1 Inngangur ................................................................................................................ 54 2.4.2 Lagaleg formhyggja ................................................................................................ 54 2.4.3 Lagaleg raunhyggja / amerísk lagaleg raunhyggja .................................................. 56 2.4.4 Lagaleg verkfærahyggja .......................................................................................... 58 3 Nokkrar undirstöðukenningar vestræns réttarkerfis .............................................................. 60 3.1 Inngangur ....................................................................................................................... 60 3.2 Réttarríkið ....................................................................................................................... 62 3.2.1 Saga og þróun réttarríkisins ..................................................................................... 62 2 3.2.2 Tveir flokkar kenninga um réttarríkið ..................................................................... 65 3.2.2.1 Formlegar kenningar um réttarríkið ..................................................................... 65 3.2.2.2 Efnislegar kenningar um réttarríkið ..................................................................... 66 3.2.3 Formlegt eða efnislegt réttarríki .............................................................................. 67 3.3 Aðgreining ríkisvalds ..................................................................................................... 70 3.3.1 Aristóteles ................................................................................................................ 70 3.3.2 Tómas af Aquino ..................................................................................................... 70 3.3.3 John Locke og aðgreining ríkisvalds ....................................................................... 71 3.3.4 Montesquieu ............................................................................................................ 72 3.3.5 Aðgreining ríkisvalds í Bandaríkjunum .................................................................. 74 3.4 Lýðræði .......................................................................................................................... 76 3.4.1 Hvað er lýðræði? ..................................................................................................... 76 3.4.2 Réttlæting lýðræðis ................................................................................................. 77 3.4.2.1 Verkfærahyggja .................................................................................................... 77 3.4.2.2 Röksemdir tengdar eðlislægum einkennum ......................................................... 78 3.4.3 Vald lýðræðis til að stjórna ...................................................................................... 80 3.4.3.1 Röksemdir fyrir valdi lýðræðis til að stjórna ....................................................... 80 3.4.3.2 Takmarkanir á valdi lýðræðis til að stjórna .......................................................... 82 4 Siðferði í hlutverki réttarheimildar ........................................................................................ 83 4.1 Inngangur ....................................................................................................................... 83 4.2 Skilgreining á hugtakinu réttarheimild ........................................................................... 84 4.3 Birtingarmynd siðferðis sem réttarheimildar ................................................................. 87 4.3.1 Inngangur ................................................................................................................ 87 4.3.2 Settur réttur .............................................................................................................. 88 4.3.2.1 Almennt ................................................................................................................ 88 4.3.2.2 Með hvaða hætti getur siðferði birst sem sett lög? ............................................... 88 4.3.2.3 Birting siðferðis í stjórnvaldsfyrirmælum ............................................................ 90 4.3.3 Réttarvenja .............................................................................................................. 91 4.3.3 Meginreglur laga ..................................................................................................... 93 4.3.4 Eðli máls .................................................................................................................. 97 5 Siðferði sem lögskýringarsjónarmið ..................................................................................... 98 5.1 Inngangur ....................................................................................................................... 98 5.2 Skilgreining á hugtökunum lögskýringarsjónarmið og lögskýringarfræði .................... 99 5.3 Siðferði sem lögskýringarsjónarmið ............................................................................ 101 3 5.3.1 Inngangur .............................................................................................................. 101 5.3.2 Túlkun lagaákvæðis á grundvelli texta þess .......................................................... 101 5.3.3 Túlkun lagaákvæðis með hliðsjón af öðrum lagaákvæðum .................................. 103 5.3.4 Túlkun laga með hliðsjón af réttarvenju ................................................................ 104 5.3.5 Túlkun laga með hliðsjón af ætlun löggjafans og tilgangi laga ............................ 105 5.3.6 Túlkun laga með hliðsjón af meginreglum ............................................................ 109 5.3.7 Túlkun laga með hliðsjón af eðli máls og almennum lagasjónarmiðum ............... 112 6 Niðurstöður og lokaorð ....................................................................................................... 114 HEIMILDASKRÁ ................................................................................................................. 125 LAGA- OG REGLUGERÐASKRÁ ...................................................................................... 129 DÓMASKRÁ ......................................................................................................................... 130 VIÐAUKI ............................................................................................................................... 131 4 1 Inngangur 1.1 Almennt um ritgerðina Eflaust eru margir kunnugir þeim aðstæðum að þurfa að velja á milli þess sem ætlast er til af þeim og þess sem þeir telja réttast að gera. Svo sem eftir að hafa gefið loforð eða þegar þeir eiga að fylgja fyrirmælum yfirmanns. Togstreita skapast á milli þess sem ætlast er til af viðkomandi þar sem á honum hvílir skylda til að gera það og þess sem hann telur réttast að gera í stöðunni. Hvort ber viðkomandi að fylgja fyrirmælum eða efna loforð, eða gera það sem hann telur rétt í stöðunni? Slíkar aðstæður koma ekki eingöngu upp i daglegum athöfnum og samskiptum fólks heldur einnig í störfum ýmissa fagmanna. Gera má ráð fyrir að það eigi sérstaklega við um störf lögfræðinga sem vinna við úrlausn lögfræðilegra mála. Þeir standa oft frammi fyrir þeirri spurningu hvort fylgja beri settum fyrirmælum laga eða því sem réttast er að gera, ef ósamræmi er á milli. Spurningin hefur verulega þýðingu í störfum dómstóla og jafnvel lögfræðinga sem vinna hjá hinu opinbera við að taka stjórnvaldsákvarðanir. Ýmsar stefnur innan réttarheimspeki hafa tekist á við þessa spurningu, spurninguna um hvort sett lög (lagareglur sem rekja má til ríkisins) séu hinn eini réttmæti mælikvarði lögfræðilegra álitaefna eða hvort til sé æðri mælikvarði sem breytni manna og samfélag ber að samrýmast, grundvallarreglur um siðferði. Haustið 2008 varð efnahagslegt hrun á Íslandi. Í kjölfarið var óskað eftir rannsókn á orsökum þess að hrunið varð. Sú rannsókn leiddi meðal annars í ljós að innan lögfræðinnar hafi menn haldið mikla tryggð við texta laga og ekki haft auga á því sem rétt væri að gera, að tryggja hagsmuni almennings. Eina sem þýðingu hafði var bókstafur laganna og ekki var gætt að tilgangi laganna sjálfra. Margir voru þeirrar skoðunar að þessi afstaða lögfræðinga til laga væri ein af ástæðum hins efnahagslega hruns haustið 2008. Menn hafi misst sjónar á tilgangi laganna sem er að gæta að hagsmunum almennings. Nálgun lögfræðinga og annarra til laganna var ekki siðferðileg heldur tæknileg. Ekki hafa allir verið sammála þeirri gagnrýni og hafa sumir haldið því fram að áhersla á lagabókstafinn umfram tilgang laga sé í raun og veru studd siðferðilegum röksemdum og ástæðum, einmitt til að tryggja hagsmuni almennings gegn kúgun og ofríki ríkisins. Í ritgerðinni verða skoðaðar fræðilegar röksemdir fyrir því hvort halda eigi tryggð við lagabókstafinn umfram tilgang laga eða hvort gera eigi það sem telja má siðferðilega rétt hverju sinni. Álitamál er hvort beita eigi siðferðilegum atriðum og sjónarmiðum sem réttarheimild rétt eins og skrásettum og opinberum fyrirmælum löggjafans, settum lög, og hvort túlka eigi lög með hliðsjón af því hvað sé siðferðilega rétt eða rangt, gott eða slæmt. 5 Auk þess er ætlunin að kanna hvort mögulegt sé í aðferðafræðilegum skilningi að beita siðferðilegum atriðum og sjónarmiðum sem réttarheimild og við túlkun laga. Í því samhengi er jafnframt nauðsynlegt að skoða hvort áhersla á texta lagaákvæðis umfram tilgang þess sé í raun og veru studd siðferðilegum rökum.1 Í kafla 1.2 verður nánar fjallað um niðurstöður rannsóknar á orsökum bankahrunsins árið 2008. Áhersla verður lögð á að fjalla um hugmyndina um svokallaða lagahyggju. Í kafla 2.2 verða með gagnrýnum hætti teknar til skoðunar stefnur og kenningar í réttarheimspeki sem snerta spurninguna um hvað séu lög og hvort lög eigi að samrýmast siðferði. Fjallað verður með gagnrýnum hætti um náttúrurétt (e. natural law), vildarrétt (e. legal positivism) og kenningu Ronald Dworkins um lög sem túlkun (e. law as interpretation). Í kafla 2.3 verður fjallað um stefnur og kenningar um dómstörf, það er hvernig komast á að niðurstöðu í dómsmáli. Fjallað verður með gagnrýnum hætti um lagalega formhyggju (e. legal formalism), lagalega raunhyggju, (e. legal realism) og lagalega verkfærahyggju (e. legal instrumentalism). Í kafla 3 verður fjallað um þrjár hugmyndir sem mótað hafa réttarkerfi vestrænna ríkja og sem oft eru notaðar til að réttlæta eða rökstyðja stefnur og kenningar um dómstörf og túlkun laga. Fjallað verður um kenningar um réttarríkið, aðgreiningu ríkisvalds og lýðræði. Í kafla 4 og 5 verður síðan tekið til skoðunar með hvaða hætti siðferðileg atriði og sjónarmið geti nýst sem réttarheimild og við túlkun laga. Athugunin felst annars vegar í skoðun á kenningum íslenskra fræðimanna um réttarheimildir og aðferðir við túlkun laga og hins vegar í athugun á dómaframkvæmd. Að lokum verður fjallað um niðurstöður ritgerðarinnar í kafla 6.2 Rétt er að taka fram að athugun ritgerðarinnar einskorðast við að skoða fræðilegar röksemdir fyrir beitingu siðferðilegra atriða og sjónarmiða sem réttarheimildar og við túlkun laga og hvort það sé hægt í aðferðafræðilegum skilningi. Ekki er tekin afstaða til þess hvað sé siðferðilega rétt eða hvernig komast eigi að siðferðilega réttri niðurstöðu. Í raun er það viðfangsefni annarrar fræðigreinar, siðfræðinnar. Þar sem ekki verður rannsakað nánar hvað teljist vera siðferðilega rétt, verður eingöngu vísað til siðferðilegra atriða og sjónarmiða í ritgerðinni. Með orðalaginu siðferðileg atriði og sjónarmið er því ekki skírskotað til ákveðinnar kenningar í siðfræði eða að einhver nánar tiltekin nálgun, aðferðafræði, eða 1 Rétt er að geta þess að fjallað hefur verið um viðfangsefni ritgerðarinnar að einhverju leyti áður. Sem dæmi má nefna: Atli Harðarson: „Tvenns konar hugmyndir um lög og rétt“ í ritinu: Vafamál. Ritgerðir um stjórnmálaheimspeki og skyld efni; Garðar Gíslason: „Um lög og siðferði“ í bókinni: Eru lög nauðsynleg?; Skúli Magnússon: „Um lögtækni“ í bókinni: Hin lagalega aðferð og réttarheimildirnar; og Sigurður Líndal: Um lög og lögfræði I, bls. 295-312. Ekki hefur þó áður verið fjallað um viðfangsefnið í beinum tengslum rannsóknarskýrslu Alþingis um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Auk þess verður fjallað um viðfangsefnið með nokkuð öðrum hætti en áður hefur verið gert. 2 Eingöngu verður þó fjallað um niðurstöður úr kafla 2 og 3. Ástæðan er sú að kaflar 4 og 5 eru í raun niðurstöður rannsóknar. 6 niðurstaða sé siðferðilega rétt eða æskileg. Orðalagið skírskotar þannig til óhlutbundinnar siðferðilegrar nálgunar eða niðurstöðu. Það er síðan hlutverk siðfræðinnar að leita svara við því hvað sé siðferðilega rétt eða rangt, gott eða slæmt. Auk þess eru ekki tekin til skoðunar ýmis álitaefni sem varða sérstaklega beitingu dómstóla og handhafa framkvæmdavalds á siðferðilegum atriðum og sjónarmiðum sem réttarheimild og við túlkun laga, svo sem álitaefni sem snerta lögmætisregluna. Við lestur ritgerðarinnar er gott að hafa í huga að í fræðum og vísindum er almennt gerð krafa um beitingu hlutlausrar aðferðafræði. Athugandi á ekki að láta skoðanir sínar hafa áhrif á niðurstöður rannsóknar. Velta má vöngum yfir hvort það sé hugsunin á bak við það að dómstólar og aðrir sem túlka lög, eigi ekki að láta siðferðileg atriði hafa áhrif á niðurstöðu sína. Vandamálið við þá hugsun er aftur á móti það að hlutleysi í vísindum og fræðum merkir ekki að aðferðafræðin, nálgunin eða niðurstaðan eigi að vera siðferðilega hlutlaus. Þvert á móti er oft og tíðum gerð krafa um að beitt sé aðferðum sem samrýmast siðferði og að afleiðingar rannsóknanna séu siðferðilega æskilegar. Sem dæmi má nefna að afla þarf samþykkis Vísindasiðanefndar svo heimilt sé að gera vísindarannsókn á heilbrigðissviði, sbr. 2. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 286/2008 um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, og að rannsóknin verður að samrýmast siðferði, sbr. 4. mgr. 2. gr. laga nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga. Til viðbótar má nefna að innan ýmissa starfstétta eru oft og tíðum settar sérstakar siðareglur og reknar siðanefndir sem úrskurða um brot gegn siðareglunum. Sem dæmi má nefna siðareglur Lögmannafélag Íslands, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn, og úrskurðarnefnd Lögmannafélags Íslands, sbr. 3. mgr. 3. gr. sömu laga. Þar af leiðandi má velta vöngum yfir af hverju ætti ekki að gera sömu kröfur til aðferðafræði lögfræðinnar? Að aðferðafræði og niðurstöður í lögfræði samrýmist siðferði og séu siðferðilega æskilegar. 1.2 Hvað er lagahyggja? 1.2.1 Stofnun rannsóknarnefndar Alþingis Í kjölfar bankahrunsins í október árið 2008 var sett á stofn sérstök rannsóknarnefnd á vegum Alþingis (hér eftir rannsóknarnefndin) með lögum nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða (hér eftir RNA). Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laganna var tilgangur rannsóknarnefndarinnar í meginatriðum að leita sannleikans um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Einnig átti nefndin að leggja mat á hvort um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða við framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi á Íslandi og eftirlit með henni og hverjir kynnu að bera ábyrgð á því. 7 Rannsókninni lauk í byrjun árs 2010 og nefndin skilaði skýrslu 12. apríl sama ár.3 Í 8. bindi skýrslunnar kemur meðal annars fram að eftirlitsaðilar á sviði fjármálamarkaðarins hafi lítt beitt lagaheimildum og túlkað þær nokkuð þröngt og lagt áherslu á lagabókstafinn fremur en tilgang eða markmið laganna, með öðrum orðum anda laganna, og er það kennt við lagahyggju. Í kafla 1.2.2 verður hugmyndin um lagahyggju skoðuð nánar eins og hún birtist í 8. bindi, 1. viðauka I og II (hér eftir siðferðishluti) í rannsóknarskýrslu rannsóknarnefndar Alþingis (hér eftir rannsóknarskýrslan). Í kafla 1.2.3 verður fjallað um hugmyndina um lagahyggju eins og hún birtist í öðrum opinberum skýrslum. Næst verður fjallað um viðbrögð þriggja fræðimanna við hugmyndinni um lagahyggju, í kafla 1.2.4. Að lokum verða niðurstöður dregnar saman í kafla 1.3 og rannsóknarspurningar ritgerðarinnar settar fram. 1.2.2 Lagahyggja í siðferðishluta rannsóknarskýrslu Alþingis Til viðbótar áðurnefndum tilgangi rannsóknarinnar var rannsóknarnefndinni einnig gert að leggja mat á hvort skýringar á falli íslensku bankanna og tengdum efnahagsáföllum, mætti að einhverju leyti finna í starfsháttum og siðferði, sbr. 3. mgr. 1. gr. RNA. Skipaður var þriggja manna vinnuhópur, sbr. 3. mgr. 2. gr. sömu laga. Meðlimir hópsins voru þau Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands sem jafnframt var formaður hópsins, Salvör Nordal, heimspekingur og forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, og Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu (hér eftir verður vísað til siðferðishópsins).4 Í siðferðishluta rannsóknarskýrslunnar nefna höfundar oft og tíðum að beitt hafi verið svokallaðri lagahyggju. Hugmynd siðferðishópsins um lagahyggju felur í meginatriðum í sér að aðferðafræði lögfræðinga, á sviði fjármálaréttar, sé andstæð siðferði þar sem lögð er áhersla á texta lagaákvæða umfram tilgang laganna. Af þeirri ástæðu er rétt að kanna hugmyndir siðferðishópsins um hvað siðferði sé, áður en komið er að umfjöllun um hugmyndir siðferðishópsins um lagahyggju. Samkvæmt skýrsluhöfundum er siðferði í grófum dráttum ofið úr fjórum þáttum. Í siðferðiskaflanum segir: Siðferði er í grófum dráttum ofið úr fjórum meginþáttum: (i) Verðmætum og gildismati. Verðmæti eru í þessu samhengi þau siðferðilegu gildi, svo sem frelsi og réttlæti, sem eru forsendur góðra samskipta og farsæls samfélags. (ii) Dygðum og löstum einstaklinga. Dygðir eða mannkostir eru lofsamlegir ríkjandi eiginleikar, svo sem hugrekki og hófsemi, 3 Heimasíða rannsóknarnefnda Alþingis, http://www.rna.is/eldri-nefndir/. 4 Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir, 8. bindi, bls. 7. 8 er stuðla að farsæld einstaklinga og samfélags. Lestir eru hið gagnstæða, svo sem græðgi og hroki. (iii) Siðareglum sem standa vörð um siðferðileg verðmæti og hvetja til góðra verka. Siðareglur eru ýmist óskráðar eða skráðar en þær síðarnefndu setja fram meginskyldur og ábyrgð þeirra sem starfa á ákveðnu starfssviði. (iv) Skyldum og ábyrgð sem varða siðferðið eins og það tengist stöðu manna eða hlutverkum. Hlutverkabundin ábyrgð felur í sér að menn eiga að sjá til þess að ákveðnir hlutir gerist eða gerist ekki í krafti þess að þeir gegna tiltekinni stöðu og hafa umsjón með tilteknu starfssviði.5 Enn fremur álíta skýrsluhöfundar að siðferði og starfshættir sé svo samofin í störfum fagstétta að ekki verði sundurskilið. Siðferðishópurinn lítur svo á að vandaðir og viðurkenndir starfshættir myndi viðmið fyrir gagnrýna siðferðilega greiningu. Í slíkri greiningu þurfi að taka til athugunar hvort menn efna þau loforð sem hugmyndir um fagmennsku, vandaða starfshætti, lýðræðislega stjórnarhætti og góða viðskiptahætti fela í sér. Siðferðishópurinn telur að vandaðir og góðir stjórnsiðir einkennist meðal annars af því að embættismenn og kjörnir fulltrúar gegni skyldum sínum af heilindum og samviskusemi en þær skyldur taki öðru fremur mið af því að störfin feli í sér almannaþjónustu.6 Siðferðishópurinn fjallar ekki eingöngu um siðferði sem slíkt heldur einnig um siðferðilega hugsun. Samkvæmt siðferðishópnum einkennist siðferðileg hugsun af því að hún metur gæði þeirra markmiða sem stefnt er að. Slík hugsun er andstæð tæknilegri hugsun sem snýst um að velja áhrifaríkustu leiðirnar að völdum markmiðum óháð því hver markmiðin eru.7 Með slíkri nálgun metur viðkomandi ekki hvort markmiðið sem stefnt er að sé siðferðilega rétt eða rangt, gott eða slæmt, heldur reynir hann eingöngu að finna bestu leiðina til að uppfylla það. Hér kemur siðferðishópurinn inn á kjarnann í hugmyndinni um lagahyggju, togstreitunnar á milli þess að beita siðferðilegri eða tæknilegri nálgun. Skilja má umfjöllun siðferðishópsins um siðferði, starfsskyldur og siðferðilega hugsun, sem svo að þegar metið er hvort siðferðis sé gætt, er ekki eingöngu átt við að afleiðing tiltekinnar háttsemi eða aðferðafræði sé siðferðilega rétt eða góð. Einnig er átt við að gerðar séu ákveðnar lágmarkskröfur til þeirrar aðferðafræði sem beitt er; hún verður að meta gæði þeirra markmiða sem stefnt er að. Af því leiðir að ekki er hægt að vísa gagnrýninni sem felst í lagahyggju á bug með því að staðhæfa að erfitt geti verið að meta hvað sé siðferðilega rétt eða rangt, gott eða slæmt. Tengt þessu er hugmynd siðferðishópsins um hlutverk laga í samfélaginu. Í undirkafla siðferðishluta rannsóknarskýrslunnar um siðferði fjármálalífsins og starfshætti banka, er að finna stutta umfjöllun um hlutverk laga. Þar segir: 5 Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir, 8. bindi, bls. 10. 6 Sama heimild, bls. 10. 7 Sama heimild. 9 Líkt og í siðareglum varðveitast í reglum og lögum um fjármálalífið reynsla undangenginna kynslóða og lærdómar fortíðarinnar. Því er mikilvægt að hafa í huga að lög og starfsreglur eru ekki sett til þess að leggja stein í götu athafnamanna heldur fremur til að tryggja heilbrigða starfshætti og koma í veg fyrir að stjórnendur falli í þá freistni sem óábyrg áhættusækni getur leitt þá í. Jafnframt er mikilvægt að hafa í huga að almenn lög eru takmörkunum háð. [Þau eru fyrst og fremst lágmarksreglur sem þykir sjálfsagt að fylgja og þegar þeim sleppir tekur siðferðileg dómgreind við.] Í lögum er oft höfðað til slíkrar matskenndrar túlkunar eins og þegar reynir á það hvað felst í "eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum".8 Að mati siðferðishópsins eru lög lágmarksreglur og þegar lögin enda þá á hin siðferðilega dómgreind að taka við; þegar lagareglur veita ekki svörin verður túlkandi að beita siðferðilegri dómgreind sinni til að komast að niðurstöðu. Skilja má siðferðishópurinn svo að hann telji að siðferði geti í slíkum tilvikum þjónað hlutverki réttarheimildar enda er oft höfðað til siðferðilegrar túlkunar í lögum. Sem dæmi um slíkt má nefna 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga og 5. og 13. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.9 Í stuttu máli þá er lagahyggja, samkvæmt siðferðishópnum, það að leggja eingöngu áherslu á lagabókstafinn sjálfan og taka ekki mið af tilgangi eða markmiði laganna og/eða tiltekins lagaákvæðis. Nálgun til laga er þannig tæknileg en ekki siðferðileg. Til frekari glöggvunar er vert að skoða nokkur tilvik sem siðferðishópurinn nefnir sem dæmi um lagahyggju. Í fyrsta lagi tekur siðferðishópurinn sem dæmi um lagahyggju að Fjármálaeftirlitið hafi oft og tíðum eingöngu haft áhuga á því hvort formreglum laga hafi verið fylgt. Nefnir siðferðishópurinn sem dæmi að regluvörður hjá Landsbankanum hafi komist þannig að orði að „Fjármálaeftirlitið hafi lagt megináherslu á að formsatriðum væri fullnægt, en ekki hafi verið horft á heildarmyndina og spurt að því hvort stundaðir væru heilbrigðir og eðlilegir viðskiptahættir innan bankanna.”10 Annar regluvörður sagði að erfitt hefði verið að gera athugasemdir við starfshætti innan bankans þar sem yfirmenn vísuðu einfaldlega til þess að Fjármálaeftirlitið hefði ekki gert neinar athugasemdir.11 Þannig hafi verið of algengt að farið 8 Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir, 8. bindi, bls. 13. 9 Í raun má skilja siðferðishópinn með tvenns konar hætti. Annars vegar að lög veiti ekki öll svör og því eigi einnig að beita siðferðilegum atriðum og sjónarmiðum til að leysa úr máli eða taka ákvörðun. Á hinn bóginn að lög veiti ekki öll svör og því eigi að túlka þau með hliðsjón af siðferðilegum atriðum og sjónarmiðum. Í fyrrnefnda tilvikinu geta siðferðileg sjónarmið hlotið gildi réttarheimildar en í síðara tilvikinu er þeim eingöngu beitt til að túlka fyrirliggjandi réttarheimild. Ekki er fullkomlega ljóst af umfjöllun siðferðishópsins hvort lagahyggja taki eingöngu til hins síðarnefnda eða hvort hún taki til hvors tveggja. 10 Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir, 8. bindi, bls. 54 og 125. 11 Sama heimild, bls. 55. 10

Description:
Fljótlega eftir að ég hóf nám við lagadeild Háskóla Ísland haustið 2008 fór ég að velta vöngum yfir hinum ýmsu álitaefnum er varða hinn fræðilega grundvöll lögfræðinnar. Slíkar vangaveltur hófust í raun fyrr, í starfi mínu hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Er mér einka
See more

The list of books you might like

Most books are stored in the elastic cloud where traffic is expensive. For this reason, we have a limit on daily download.